
Xabi Alonso og Luis Garcia gengu til liðs við Liverpool nú fyrr í kvöld. Þeir gengu undir læknisskoðun í dag og skrifuðu hvor um sig undir 5 ára samning. Alonso kemur frá Real Sociedad en Garcia frá Barcelona. Þeir hafa báðir fengið leikmannanúmer sín úthlutuð en Garcia verður númer 10 í vetur en Alonso númer 14. Þeir munu þó væntanlega ekki spila sinn fyrsta leik fyrir félagið fyrr en um þar næstu helgi.
Greame Souness spurðist í vikunni fyrir um Alan Shearer hjá Newcastle en fréttir þess efnis að hann væri óánægður hjá félaginu höfðu heyrst og því ákvað Souness að hringja í Sir Bobby Robson. Honum var sagt að Shearer væri ekki á leið frá félaginu.