“Now it's for Real”
Nú hefur Liverpool staðfest að Owen sé á förum frá Liverpool og til Real Madrid. Samingur þessa 24ra ára leikmanns átti að renna út í vor og þá hefði Owen getað farið frítt frá félaginu.
Rafael Benitez, þjálfari Liverpool, sagði Liverpool ekki hefðu getað komið í veg fyrir brottför Owen eftir að spænska stórliðið sýndi honum áhuga.
“Ég var mjög sáttur með Michael og ég vildi halda honum,” sagði Benitez.
“Gallinn var að hann átti einungis ár eftir af samningnum. Real Madrir hófu viðræður við umboðsmann hans og undir lokin var þetta ekki í okkar höndum.”
“Við erum að missa góðan leikmann og góða manneskju,” sagði hann við blaðamenn.
Búist er við að Real borgi 12 miljón evrur fyrir þennan fyrrverandi evrópska knattspyrnumann ársins og einnig munu Liverpool fá Antonio Nunez til sín í staðin. Nunez, sem spilaði ellefu leiki með Real og skoraði eitt mark á síðustu leiktíð, fær þriggja ára samning.
Owen lenti í dag, föstudag, á Spáni til að fara í læknisskoðun hjá Real en eftir það fer hann líklega aftur til Englands til að æfa með landsliðinu fyrir leik þeirra gegn Úkraínu í næstu viku. Búist er við að hann skrifi undir fjögurra ára samning með möguleika á eins árs framlengingu.
Heimild: Reuters
Mynd: Getty Images