
Orðrómur hefur líka verið í gangi um að Fernando Morientes eða Samuel Etoo fari upp í kaupverðið en það er talið afar fjarstætt. Morientes var á dögunum bendlaður við Manchester United en framlínan þar á bæ er afara þunnskipuð eins og staðan er í dag. Greinilegt er að Real Madrid ætla að láta til sín taka á næstu leiktíð því að það er talið næstum öruggt að Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, fari til félagsins í sumar.