Versta martröð Sir Alex Ferguson hefur orðið að veruleika. Norski töframaðurinn, Ole Gunnar Solskjær, verður frá allt þetta tímabilið sökum þess að hnéð hans er mikið laskað og þarf hann að fara í aðgerð sem gæti gert það að verkum að hann yrði frá í heilt ár.
Þetta eru vond tíðindi fyrir Ferguson og náttúrulega leikmanninn sjálfan en getgátur hafa verið uppi um að þessi norski snillingur ætli að leggja skóinn á hilluna. Ferguson þarf að huga að löngum meiðslalista United en leikmenn á borð við Nistelrooy prýða hann.