
Sem fyrstu frétt ætla ég að skrifa aðeins um leik Fimleikafélags Hafnarfjarðar og Víkings sem leikinn var í gær á Kaplakrikavelli. Það var mikið stuð og mikil gleði í stúkunni þar sem Víkingarnir réðu öllu með söng sínum og flauti. Leikurinn byrjaði vel og lofaði góðu framan af og skiptust liðin á að fá góð færi - en hvorugt liðið náði að skapa sér dauðafæri þó svo að sum færin væru mjög efnileg. FH-ingar fengu nokkur hættuleg færi, en ekkert af þeim færum líktist dauðafærinu sem Palmer, leikmaður Víkings, fékk - en hann náði ekki að skora. Dómarinn stóð sig vel í fyrri hálfleik en hann missti kúlið algjörlega í seinni hálfleik - dæmdi ekki á ótrúlegustu brot og dæmdi mjög oft á saklaus ‘brot’ - og var það oftar en ekki FH í vil. Til dæmis, þá tók leikmaður FH boltann greinilega með hendinni þegar Palmer átti dauðafæri - en dómarinn hunsaði það.
Eins og áður sagði þá stóðu Víkingar sig betur í stúkunni er þeir kölluðu ‘Áfram Víkingur’ - ‘Kára í landsliðið’ og annað sem peppaði upp liðsandann í Víkingsliðinu.
Leikurinn endaði 0 - 0, en samt sem áður skemmtilegur leikur.
-
Í dag var 22 manna landsliðiðshópurinn sem mætir Ítölum valinn og var Kári Árnason, leikmaður Víkings, valinn í liðið. Kári er einungis 21 ára gamall, og verður 22 ára í október. Kári er mjög efnilegur leikmaður og vonandi fær hann að spila á móti Ítölum. Fleiri leikmenn sem voru valdir og spila í landsbankadeldinni eru þeir Birkir Kristinsson (ÍBV), Kristján Örn (KR) og Gunnar Heiðar (ÍBV). Allan hópinn má sjá <a href="http://www.ksi.is/ksi/Frettir/Tengifrettir2004/a_karla_2004_island_italia_hopurinn.pdf">hér</a>
Þess má einnig geta að Viktor B. Arnarson, Steinþór Gíslason og Sölvi Geir Ottesen, leikmenn Víkings, og Sverrir Garðarsson, Emil Hallfreðsson og Davíð Þór Viðarsson, leikmenn FH, voru valdir í U21 landsliðið sem mætir Eistum þann 18/8.
-
Önnur úrslit og stöðu deildarinnar má sjá á áhugamálinu sjálfu.
Takk fyrir,
Hrannar Már.