Leikurinn er um næstu helgi og Heinze verður ekkert kominn auk þess sem hann hefur aldrei spilað leik fyrir manyoo og þú hefur ekki hugmynd um hvað hann getur. Brown er náttúrlega bara brandari.
Reyes, van Persie, Cesc, Pennant og Clichy já eru allt stráklingar og þeir voru að fara ansi oft illa með þessa vörn. Sérstaklega var Reyes að leika þá sundur og saman bæði fyrir og eftir þessar skiptingar. Meira að segja Gilberto leit bara ansi vel út í sókninni.
Svo get ég nú ekki sagt að þeir hafi stoppað Bergkamp sem átti fullt af flottum sendingum inn fyrir og lagði m.a. upp fyrsta og annað markið með sendingum inn fyrir vörnina og átti líka ansi margar góðar í viðbót.
Þótt það hafi vantað leikmenn hjá manyoo þá vantaði alveg jafn marga hjá Arsenal og samkvæmt sumum manyoo mönnum geta þessar varaskeifur hjá Arsenal ekki neitt en samt valta þeir yfir Manyoo.
Svo veit ég ekki hvaða máli þessi skipting skipti eiginlega. Keane gat ekki neitt og Giggs var nú ekkert að sýna ótrúlega takta en samt eiginlega eina ógn united. Svo voru þessir Kjúklingar sem komu inn á Forlan, Phil Neville og Fletcher. Ég veit nú ekki betur en að þeir séu yfirleitt í hópnum hjá United og allir yfir tvítugsaldrinum.
http://www.unitedrant.co.uk/2004/08/united-reserves-lose.htmlGetur kannski fengið efni í afsakanir frá þessum.