Anthony Le Tallec, miðvallarleikmaður Liverpool, gekk á dögunum til liðs við St. Etienne, sem leikur í heimalandi hans, Frakklandi. Tallec skrifaði undir 1 árs lánssamning við liðið en það hefur ekki möguleika á að kaupa hann eftir tímabilið.
Le Tallec hefur spilað 23 leiki með Liverpool og skorað í þeim 1 mark.