Spænskir fjölmiðlar eru uppfullir af fréttum þess efnis að fyrirliði Arsenal, Patrick Vieira, sé á leiðinni til liðsins. Liðið er þekkt fyrir að vera með marga af langbestu knattspyrnumönnum heims og eitt er víst að það myndi ekki veikjast með tilkomu þessa frábæra miðjumanns.
Fyrir hjá Real Madrid eru: David Beckham, Zinedine Zidane, Luis Figo, Raúl, Roberto Carlos og Ronaldo. Málið mun skýrast á allra næstu dögum og munum við segja frá framvindu þess.