Gott dæmi um mann sem hættir ekki að skora og eins og sérst á myndinni þá er hann ekki að gera þetta í fyrsta skiptið. Fagnar hér marki gegn Wolfsburg.
Eh? Nistelroy er með 224 mörk með félagsliðum í 375 leikjum á meðan Klose er með 118 mörk í 252 leikjum. Sú tölfræði sýnir okkur að Nistelrooy er bara að skora að meðatali 0.1 marki fleirum en Klose á hvern leik.
Fæddur og uppalinn Manchester United maður ég er, en ég hef hinsvegar aldrei þolað Nistelrooy. Grátlega leiðinlegur karakter og ótrúlega litlaus markapotari að mínu áliti. Hef þó alltaf haft hátt álit á skallanum hans Klose.
Klose er bara kóngurinn það er ekkert flóknara og ég þrái svo ekkert heitara en að sjá hann slá markamet Gerd Muller fyrir Þýskaland. Muller er með 68 mörk en Klose er reyndar “ Bara ” með 38 eða 39.
En svo fannst mér skemmtilegt að heyra það fyrir þetta tímabil þegar Gerd Muller var spurður hvort það væri einhver leikmaður sem gæti slegið markamet hans í Bundesligunni sem var 40 mörk á einni leiktíð, þá sagði hann að það væri enginn sem gæti leikið það eftir nema Klose. Hann væri eini maðurinn sem ætti möguleika á því. En ekki í ár, tekur það á næsta seasoni :D
Klose hefur verið minn uppáhalds þýski framherji (og einfaldlega einn af mínum uppáhalds framherjum) síðan HM 2002 þegar hann heillaði mig uppúr skónum með landsliðinu. Var mikið fagnað hér á bæ þegar hann fór til Bayern :D
Svo ekki sé á minnst að í Football Manager 2007 var Klose ALLTAF keyptur enda setti hann 50+ mörk í öllum keppnum á hverju tímabili.
Ég er mikill Nistelrooy aðdáandi því að ég tel að hann hafi allt sem, eins og ég segi, “náttúrulegur” striker þarf að hafa, styrk, leikskilning, stöðugleika og auga fyrir einfaldleika. Ég er hins vegar sammála því að Klose er frábær leikmaður en þetta er einfaldlega álitamál.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..