Einnig er gaman að segja frá því að núna þessa stundina er mikil spenna í Argentínsku deildinni, þar sem Tigres og Lanus eru einu liðin sem eiga möguleika á titlinum, þegar aðeins einn leikur er eftir. En meiri möguleikar eru samt á að Lanus taki þetta þar sem þeir eru með 3 stiga forskot.. En það sem er þeim kanski í óhag er… að þeir eru að fara að spila við Boca á útivelli en Tigres mæta Argentino Juniors, sem eru í 5. sæti. Mig minnir líka að ég hafi lesið að markatala gildir ekki, heldur er það bara ef liðin eru jöfn á stigum, þá er spilaður úrslitaleikur.