Þarf að mata allt ofan í þig?
Skv. fotbolti.net þá voru þetta liðin í leiknum sem fór fram á Anfield þann 9. janúar á móti Arsenal í deildarbikarnum.
Liverpool: Jerzy Dudek, Fabio Aurelio, Danny Guthrie, Sami Hyypia, Gabriel Paletta, Steven Gerrard, Mark Gonzales(Garcia 11(Carragher 75)), Stephen Warnock (Alonso 58), Craig Bellamy, Robbie Fowler, Lee Peltier. Þeir varamenn sem voru ekki notaðir voru Jose Rine og Peter Crouch.
Dudek, er hann búinn að vera aðalmarkmaður Liverpool á þessu tímabili og síðasta tímabili? Nei.
Ætti Carragher ekki að byrja inná í miðverðinum í staðin fyrir Guthrie ef þetta væri sterkasta liðið? Svo Agger/Hyppia.. það má deila um það. Svo veit ég að aðalbakverðir Liverpool eru Riise og Finnan, ekki Aurelio og Paletta. Þótt að ég viti ekki hvort Paletta eða Guthrie tók bakvörð í þessum leik.
Já og í sambandi við miðjuna þá hefði Alonso þurft að byrja inná ef þetta var sterkasta liðið, leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál. Gonzales hefur fengið að spila en alls ekki meira en Garcia svo að Garcia > Gonzales ef þú ert að tala um sterkari kantmann.
Pennant sem hefur fengið að spila á kantinum eftir að Gerrard var færður aftur á miðjuna var ekki í hóppnum og þar með (imo) byrjuðu báðir aðal kantmennirnir hans ekki inná.
Í framlínunni voru svo Bellamy og Fowler. En Fowler hefur ekki verið í aðalliðinu á þessu tímabili en Bellamy, Kuyt og Crouch hafa séð um sóknina svo að Bellamy er ekki varaliðsmaður.
Gerrard er heldur ekki varaliðsmaður eins og flestir ættu að vita.
Þótt að ég haldi ekki með Liverpool og viti allt þá VEIT ég að þetta lið sem þeir tefldu fram var ekki besta liðið þeirra.
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=43255Farðu hingað ef þú vilt sjá lið Arsenal.