Símadeildin Ísland sigraði Möltu, 1:4, í undankeppni HM í knattspyrnu karla. Malta skoraði fyrsta mark leiksins en Tryggvi Guðmundsson og Helgi Sigurðsson svöruðu rétt fyrir leikhlé. Undir lok leiksins bættu Eiður Smári Guðjohnsen og varamaðurinn Þórður Guðjónsson við mörkum.