Eins og í leik Fylkis og KR þá fannst mér fáránlegt af dómaranum að dæma ekkert á úthlaup Kristjáns Finnbogasonar(markvarðar KR) þegar hann setti fótinn á undan sér og var langt út fyrir vítateiginn og sparkaði þar með niður einn Fylkismanninn. Jafnvel þó að hann hafi verið búinn að flauta á innkast(minnir mig) þá finnst mér samt að hann hefði átt að dæma eitthvað á Kristján þar sem boltinn var löngu farinn og þar með var þetta bara maðurinn sem Kristján var að fara í!
Svo að ég víki nú að leik dagsins(Fylkir-ÍA) þá var nú allavega ein aukaspyrna á stórhættulegum stað sem dómarinn hefði átt að dæma þegar brotið var á Sævari Þór Gíslasyni. En dómarinn stóð þar rétt hjá og sá þetta vel en ákvað að dæma ekkert á það og það sást vel á endursýningum að þetta var púra aukaspyrna og ekkert annað…
Reyndar finnst mér KR-ingar nú ekkert eiga skilið að hafa unnið þennan titil, vælandi og kvartandi yfir öllu sem gert var og í leiknum á móti Fylki var hann Jökull(varnarmaður KR) alveg óþarflega grófur og braut út og suður.
Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?