Ég veit ekki hvort einhver hefur minnst á þetta fyrr, en hafiði séð nýja Arsenal búninginn.
Ok búningurinn er svo sem ágætur en auglýsingin er einhver sú ljótasta sem ég hef séð. Risastórt O og svo er 2 hægra megin neðan. Er þetta fyrirtæki eða bara tákn fyrir súrefni???
Ég viðurkenni fúslega að ég er Man.Utd. maður en mér er sama það má gagnrýna önnur lið ef ástæða er til.
Að vísu finnst mér ekki nein bylting í nýja Man.Utd. búningnum þ.e. útlitinu en ég hef ekki séð hann með berum augum svo að ég veit ekki alveg með efnin sem eru í honum hvort þetta er mikil nýjung.