Hafiði gert ykkur grein fyrir kaupum Bayern Munchen fyrir þessa leiktíð?
Ze Roberto, Ballack og Deisler!!!
Þetta er eins og fyrir Liverpool(sem dæmi) að kaupa Keane og Giggs frá MU(jafnt og Ballack og Ze Roberto frá Leverkusen) og Freddie Ljungberg frá Arsenal( Deisler frá Herthu Berlin)
Ég er reyndar ekki alveg viss hvort Deisler sé sókndjarfur miðjumaður eða sóknarmaður svo ég tek bara Ljungberg sem dæmi.
En allavega þá eru menn að missa sig þegar ein stórstjarna flytur sig á milli liða á Englandi. Þarna eru þrír bestu menn þýsku deildarinnar keyptir á einu bretti þar sem árangur Bayern var ekki ásættanlegur á síðustu leiktíð.
Ekki einu sinni ítölsku liðin gera þetta.