Fyrsta deildin hófst í dag með nokkrum leikjum.
ÍR 3-2 KA
ÍRingarnir byrja þessa leiktíð ágætlega með 3-2 sigri á Hertz-vellinum þar sem Elvar Páll Sigurðsson skoraði sigurmarkið á 90. mínútu gegn sínum gömlu félögum. Nigel Quashie, sem nýverið kom til félagsins frá Englandi opnaði markareikning sinn fyrir félagið og stýrði miðjunni eins og herforingi.
Þróttur 1-3 Höttur
Egilsstaðamenn fóru svo sannarlega enga fýluferð suður til Reykjavíkur, en þeir sýndu það í þessum leik með fínni frammistöðu að þeir ætla ekkert að gefa eftir og að lið mega ekki vanmeta þá þó þeir séu nýliðar.
Þór 2-0 Leiknir R.
Sigurður Marinó og Jóhann Helgi Hannesson skoruðu mörk Þórsara sem lögðu Leikni 2-0 í miklum baráttuleik fyrir norðan. Margt reyndu og börðust leikmenn en virtist ekki margt ætla að ganga. Seinni hálfleikur var aðeins líflegri og náðu heimamenn að klára leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik.
Víkingur Ólafsvík 1-1 Fjölnir
Fyrirfram var við því að búast að Víkingur Ólafsvík, sem fóru meðal annars mikinn í Visa bikarnum á seinasta sumri, myndu klára þennan leik. Edin Beslija skoraði mark úr vítaspyrnu fyrir Ólafsvíkinga á 40. mínútu, en þeir höfðu verið sterkari aðilinn fram að því. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og náði Ómar Hákonarson að jafna fyrir Fjölni, tíu mínútum eftir að seinni hálfleikur var flautaður á. Litlu mátti muna að Fjölnir næðu þremur stigum en Einar Hjörleifsson markvörður heimamanna varði vel í tvígang.
Haukar 2-0 Tindastóll
Hafnfirðingarnir úr Haukum fóru með sigur af hólmi í þeirra fyrsta leik gegn nýliðum Tindastóls frá Sauðárkróki í miklum baráttuleik. Haukarnir byrjuðu leikinn betur en þegar líða tók á fyrri hálfleik sóttu Stólarnir í sig veðrið og börðust eins og ljón og létu Haukana hafa fyrir sínu. Það var síðan gegn gangi leiksins sem Hilmar Trausti, leikmaður Haukanna, skoraði beint úr hornspyrnu, en markið mátti skrifa að miklu leyti á Arnar Magnús (Maggó), markvörð Stólanna, en boltinn lak yfir hann og í netið.
Arnar Magnús átti síðan eftir að gera önnur mistök í leiknum þegar hann lét hróp og köll stuðningsmanna Haukanna fara í taugarnar á sér og sýndi þeim puttann og var vikið af velli. Tindastóll voru búnir með sínar skiptingar og þurfti því Fannar Örn, sem hafði spilað í vinstri bakverði í leiknum, að taka upp hanskana. Stólarnir vildu síðan fá vítaspyrnu þegar Fannar Freyr féll í grasið eftir baráttu við Sverri Garðarsson. Magnús Páll Garðarsson innsiglaði síðan undir lokinn 2-0 sigur Haukanna, sem voru svo sannarlega látnir hafa fyrir hlutunum í dag gegn sprækum Skagfirðingum, sem komu á óvart með spilamennsku sinni og sýndu að þeir eru hæfir til að stríða hvaða liði sem er í þessari deild og lið þurfa að hafa varan á, en meðal annars voru Ingvi Hrannar og Arnar Sigurðsson, bestu leikmenn liðsins í fyrra, voru allan tíman á varamannabekknum í dag.
BÍ/Bolungarvík 0-0 Víkingur R.
Þá gerðu nýfallið lið Víkinga Reykjavík sér ferð á Bolungarvík að keppa við sameinað boltafélag Ísafjarðar og Bolungarvík en liðin gerðu markalaust jafntefli. Verðið að afsaka það að ég finn voða lítið um þennan leik sem hlýtur að þýða að hann hefur verið skelfilega leiðinlegur!
Og biðst einnig afsökunar á því að leikur Hauka og Tindastóls virðist sérstaklega tekinn fyrir en það er vegna þess að það er leikurinn sem ég persónulega horfði á í þetta sinn :)
ÍR 3-2 KA
ÍRingarnir byrja þessa leiktíð ágætlega með 3-2 sigri á Hertz-vellinum þar sem Elvar Páll Sigurðsson skoraði sigurmarkið á 90. mínútu gegn sínum gömlu félögum. Nigel Quashie, sem nýverið kom til félagsins frá Englandi opnaði markareikning sinn fyrir félagið og stýrði miðjunni eins og herforingi.
Þróttur 1-3 Höttur
Egilsstaðamenn fóru svo sannarlega enga fýluferð suður til Reykjavíkur, en þeir sýndu það í þessum leik með fínni frammistöðu að þeir ætla ekkert að gefa eftir og að lið mega ekki vanmeta þá þó þeir séu nýliðar.
Þór 2-0 Leiknir R.
Sigurður Marinó og Jóhann Helgi Hannesson skoruðu mörk Þórsara sem lögðu Leikni 2-0 í miklum baráttuleik fyrir norðan. Margt reyndu og börðust leikmenn en virtist ekki margt ætla að ganga. Seinni hálfleikur var aðeins líflegri og náðu heimamenn að klára leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleik.
Víkingur Ólafsvík 1-1 Fjölnir
Fyrirfram var við því að búast að Víkingur Ólafsvík, sem fóru meðal annars mikinn í Visa bikarnum á seinasta sumri, myndu klára þennan leik. Edin Beslija skoraði mark úr vítaspyrnu fyrir Ólafsvíkinga á 40. mínútu, en þeir höfðu verið sterkari aðilinn fram að því. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og náði Ómar Hákonarson að jafna fyrir Fjölni, tíu mínútum eftir að seinni hálfleikur var flautaður á. Litlu mátti muna að Fjölnir næðu þremur stigum en Einar Hjörleifsson markvörður heimamanna varði vel í tvígang.
Haukar 2-0 Tindastóll
Hafnfirðingarnir úr Haukum fóru með sigur af hólmi í þeirra fyrsta leik gegn nýliðum Tindastóls frá Sauðárkróki í miklum baráttuleik. Haukarnir byrjuðu leikinn betur en þegar líða tók á fyrri hálfleik sóttu Stólarnir í sig veðrið og börðust eins og ljón og létu Haukana hafa fyrir sínu. Það var síðan gegn gangi leiksins sem Hilmar Trausti, leikmaður Haukanna, skoraði beint úr hornspyrnu, en markið mátti skrifa að miklu leyti á Arnar Magnús (Maggó), markvörð Stólanna, en boltinn lak yfir hann og í netið.
Arnar Magnús átti síðan eftir að gera önnur mistök í leiknum þegar hann lét hróp og köll stuðningsmanna Haukanna fara í taugarnar á sér og sýndi þeim puttann og var vikið af velli. Tindastóll voru búnir með sínar skiptingar og þurfti því Fannar Örn, sem hafði spilað í vinstri bakverði í leiknum, að taka upp hanskana. Stólarnir vildu síðan fá vítaspyrnu þegar Fannar Freyr féll í grasið eftir baráttu við Sverri Garðarsson. Magnús Páll Garðarsson innsiglaði síðan undir lokinn 2-0 sigur Haukanna, sem voru svo sannarlega látnir hafa fyrir hlutunum í dag gegn sprækum Skagfirðingum, sem komu á óvart með spilamennsku sinni og sýndu að þeir eru hæfir til að stríða hvaða liði sem er í þessari deild og lið þurfa að hafa varan á, en meðal annars voru Ingvi Hrannar og Arnar Sigurðsson, bestu leikmenn liðsins í fyrra, voru allan tíman á varamannabekknum í dag.
BÍ/Bolungarvík 0-0 Víkingur R.
Þá gerðu nýfallið lið Víkinga Reykjavík sér ferð á Bolungarvík að keppa við sameinað boltafélag Ísafjarðar og Bolungarvík en liðin gerðu markalaust jafntefli. Verðið að afsaka það að ég finn voða lítið um þennan leik sem hlýtur að þýða að hann hefur verið skelfilega leiðinlegur!
Og biðst einnig afsökunar á því að leikur Hauka og Tindastóls virðist sérstaklega tekinn fyrir en það er vegna þess að það er leikurinn sem ég persónulega horfði á í þetta sinn :)