Þrátt fyrir að Igor Biscan hafi varla orðið valdur að múgæsingi á Anfield á ferli sínum þá álítur Houllier að hann eigi gifturíka framtíð fyrir sér hjá Liverpool.
"Ég hef tröllatrú á Igor og það leikur enginn vafi á að hann á eftir að verða toppklassaleikmaður hjá þessu félagi. Hann hefur átt í erfiðleikum vegna ES-reglunnar [Einungis þrír leikmenn utan ES mega leika hverju sinni]. Við höfum aðeins getað stillt upp Stephane Henchoz, Jerzy Dudek og Vladimir Smicer en þær aðstæður munu breytast innan tíðar.“
Henchoz er búinn að vera fimm ár í enska boltanum og á næsta tímabili verður hann ekki álitinn ”útlendingur" lengur. Í lok ársins munu Pólland og Tékkland ganga til liðs við Evrópusambandið þannig að þá verða Dudek, Baros og Smicer ekki lengur utan ES.