Barcelona vilja ekki Collina.
Barcelona gagnrýnir UEFA fyrir að láta ítalska dómarann Collina dæma síðari leik liðsins í Meistaradeild Evrópu gegn Real Madrid á morgun. Barcelona er 2-0 undir í viðureigninni eftir að hafa tapað á heimavelli sínum í síðustu viku. Þeir ásaka Collina um að standa með Real Madrid. Ástæðan er sú að Collina, sem er talinn vera einn af bestu dómurum í evrópu, auglýsir sömu vöru og tvær stjörnur Real, Zidane og Raul. Fyrr í mánuðinum voru birtar myndir af þeim þremur í spænsku pressunni þar sem þeir voru að skemmt sér saman er þeir voru í pásu frá auglýsingagerð. .
Collina er ekki vel séður á vellinum í dag, fyrst var það leikur roma og og eitthvers lið sem var í harðri baráttu um fall og hann gaf roma vítaspyrnur undir lok leiksins. Sem var algjört klúður! og svo þetta , það er ekki allt í lagi hjá honum í dag!