Brown tekur við Preston
Fyrrum landsliðsþjálfari Skota, Craig Brown, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Preston. Hinn 61 árs Brown tekur við af David Moyes sem stýrir nú liði Everton. Brown hefur starfað lengi hjá skoska knattspyrnusambandinu og er góður vinur Þjóðverjans Berti Vogts sem hefur tekið við landsliðinu. Þeir voru ekki margir sem áttu von á að Brown myndi vilja spreyta sig með Preston en annað kom á daginn. Talið er að Brown kunni að fá Eric Black sem aðstoðarmann en Black sagði nýlega af sér sem stjóri Motherwell. Þá er talið að Colin Hendry komi aftur til Preston, en hann var nýlega í láni hjá félaginu.