Varaliðsþjálfarinn Trevor Peake og markmannsþjálfarinn Steve Ogrizovic sjá um liðið í síðasta leiknum gegn Burnley á sunnudaginn.
Jájá, enn ein hræðileg ákvörðunin hjá Coventry! Ég hefði persónulega gefið þeim 1 ár í viðbót.
Enn er Nesta orðaður við United
Enn eina ferðina hefur Alessandro Nesta verið orðaður við lið Manchester United og er talið að enska liðið sé reiðubúið að borga Lazio 30 milljónir punda fyrir hann í sumar. Ekki eru heimildirnar áreiðanlegar að þessu sinni en The Sun greinir frá því að Wolves hafi ætlað sér að kaupa Jaap Stam frá Lazio en félagið hafi þurft að halda í Hollendinginn þar sem gengið hafi verið frá því að Nesta sé á förum. Sir Alex Ferguson hefur verið að skoða Nesta og fylgdist með honum í leik gegn Roma í síðasta mánuði og var sá leikur áreiðanlega einn sá versti sem Nesta hefur spilað. Þá hefur framherjinn Hernan Crespo einnig verið orðaður við Manchester liðið.
Valencia á eftir Eto´o
Valencia er talið hafa áhuga á að fá Kamerúnann Samuel Eto´o í sínar raðir en hann hefur verið að gera góða hluti með Mallorca. Hinn 21 árs Kamerúni hefur verið orðaður við ýmis lið en hann kostar 28 milljónir punda. Madridarliðin Atletico og Real auk Leeds United (sem muna líklega þá losa sig við einhvern framherjann ; Smith, Keane eða Viduka en Valencia voru einmitt taldir hafa áhuga á Viduka..)hafa einnig áhuga á framherjanum og því verður að telja heldur ólíklegt að hann verði með Mallorca á næsta tímabili. Valencia bráðvantar framherja því liðið hefur aðeins skorað 44 mörk í 34 leikjum á tímabilinu, fæst allra toppliðanna.
______________