Fyrirhugaður landsleikur við Senegala 17. apríl næstkomandi hefur þegar verið flautaður af - hálfum mánuði áður en til stóð að hann hæfist. KSÍ barst boð á miðvikudag um leikinn, en frekari og nákvæmari málsgögn vantaði að utan.
Senegal leikur sem kunnugt er á HM í sumar og það í fyrsta sinn. Gaman hefði verið að mæta þeim í undirbúningnum fyrir Heimsmeistarakeppnina, ekki síst þar sem dagurinn er alþjóðlegur leikdagur landsleikja og hefðum við þá getað teflt fram okkar sterkasta liði - annað en á móti Brasilíu á dögunum.
Senegal leikur opnunarleik HM, á móti Frakklandi, sem fram fer í Seoul, Suður-Kóreu, 31. maí næstkomandi.