Ég var að skoða KR spjallið fyrir og eftir Selfoss leikinn. Fyrst er spáð að meðaltali 4-0 sigri KR, kallað okkur Selfyssinga hnakkadrullur sem gera ekkert annað en að keyra á impresum og gela á sér hárið og að við séum ekkert nema aumingjar.

Hvers konar pakk er þetta? Þetta er alveg fáránlegt að drulla svona yfir andstæðingana sína fyrir leik og býður ekki uppá neitt nema vandræði. Mér finnst í lagi að það sé smá bögg á vellinum milli liði og þess vegna á spjallborðum, en þarna er nú aðeins farið út í öfgar að kalla lið aumingja sem detta 100% niður aftur úr deildinni með 88 mörk á sig (sagt svona á KR spjallinu)

Ég var á leiknum og Selfoss var betra og átti sigurinn skilinn. Dómarinn var slæmur, já, en hann var það á báða bóga, alveg klárlega. KR fékk mark dæmt af (sem virtist ólöglegt af vellinum), en Selfoss átti svo að fá annað víti stuttu eftir það fyrra en dómarinn einfaldlega þorði ekki að dæma annað víti - rautt spjald hefði átt að fylgja samkvæmt bókinni.

Mér finnst til skammar að KR-ingar séu svona svakalega cocky, en aftur á móti snilld að þetta lið sé með 1 stig á heimavelli gegn tveimur nýliðaliðum deildarinnar.

Bætt við 17. maí 2010 - 02:14
Gleymdi að nefna að eftir leikinn þá er bara

a) DOMARINN VAR FOKKING LELEGUR OG GAF ÞEIM SIGURINN
b) REKUM LOGA

1) þá var dómarinn ekki beint að gefa selfossi neitt, ekki frekar en KR

2) já rekið loga, sjáið hversu vel t.d. Juventus og Real Madrid hefur verið að ganga

hvernig væri svo að sætta sig við að spila verr en andstæðingurinn? Við hjá Selfossi gerðum það eftir tapið gegn Fylki, en sá leikur var mun jafnari en margir halda.