Sportpressan á Ítalíu heldur því nú fram að Milan séu í þann mund að leggja fram stórt tilboð í sjálfan Luis Figo, stórstjörnu Real Madrid. Tilboðið á að hljóða upp á Javi Moreno, Marius Cosmin Contra og feita summu með í bland, líklega einar 17 millur pund. Þeir Moreno og Contra comu báðir frá Alaves í fyrrasumar eftir frábært tímabil í Primera Liga en hafa ekki náð að festa rætur í ítalska boltanum, og myndu líklega báðir vera til í að snúa aftur til Spánar. Figo hefur hinsvegar gefið út að hann eigi eftir að skipta einu sinni enn um klúbb áður en hann hættir (30 ára á þessu ári) og þætti mér nú ekkert mjög leiðinlegt að sjá hann í rauðsvörtu treyjunni svona til að gíra þetta aðeins upp. Þetta er búið að vera fúlt í vetur :(
(Samansoðið upp úr fréttatilkynningu á soccerage.com)