Ég get sagt það með hreinni samvisku að ég er líklega mesti Barcelona stuðningsmaður landsins, þannig að…
en já, mér finnst Florentino Perez bara vera að gera sig að algjöru fífli með þessum kjánakaupum sínum út og suður.
Hins vegar þá virkilega vorkenni ég honum vesalings Karim Benzema sem er keyptur inn í allan þennan pakka þar sem hann á líklegast eftir að gleymast, sem er algjör synd og skömm þar sem hann er efnilegasti striker álfunnar. Núna verður hann líklega bara núll og nix undir pellegrini, við hliðina á Ronaldo og undir vökulu auga Perez.
Svo bíð ég spenntur eftir vörninni. Ég meina kommon, að kaupa Alvaro Arbeloa, hægri bakvörð???? Ætlar Pellegrini þá að nota Sergio Ramos í miðverðinum??!!! Ekki að ég sé að kvarta en Ramos sem miðvörður er álíka góður Verón hjá Man.Utd. … þ.e.a.s. ekki góður, ekki einu sinni ekki góður. Fokking ömurlegur!
Og við bíðum enn eftir fyrsta marki Ronaldo á undirbúingstímabilinu sem er ekki úr víti XD
En já. Ég fyrirlít Real Madrid út á lífið, þ.a. ég er soldið hlutdrægur :P