Chievo og framtíðin
Ég fór að pæla út af kosningunni hér um Chievo og hvort þeir myndu valda usla í framtíðinni. Ég verð að segja að ég tel hverfandi líkur á því. Í fyrsta lagi hefur þjálfarinn gefið það út að hann sé hugsanlega að hætta. Í öðru lagi held ég að stóru liðin (þ.e.a.s. Inter, AC Milan, Juve, Roma, Lazio og Parma) munu kaupa alla þeirra bestu menn. Í þriðja lagi er sennilegt að Chievo sé svona lið sem á eina góða leiktíð og munu vera í stöggli næstu árin. Annars er aldrei að vita hvað gerist!!!