ég held að þetta stafi af því að hvað það eru MJÖG ÖRAR mannabreytingar hjá liðunum. Hvert einasta lið er farið að skipta um 4-5 leikmenn á hverju seasoni.
Það sem mér fynst vanta er því þessi ódrepandi vilji til að vinna til að koma liðinu “sínu” á pall.
Sjáið hvernig Chievo spilar. Þar eru menn sem hafa alist upp hjá sama liði og bera taugar til þess. Þeir hika ekki við að fórna sér aðeins fyrir liðið, því að þannig öðlast það, og þeir, frægð.
Vandamálið með stærri liðiðn er það að þennan neista sér maður sjaldan. Þessir menn eru á of háum launum, og vilja halda sér í þessum launaflokk með því að forðast meiðsli. Þeir eru ekki eins harðir því að þeir eru bara að vinna fyrir laununum sínum (en ekki t.d. heiðri æskufélagsins). Ég er nú samt ekki að segja að þeim finnist ekki gaman að vinna, þeir eru bara ekki til í að leggja mikið á sig.
Gott dæmi um þetta er lið Valenciu í fyrra og hittifyrra, menn sem höðu eitt saman síðustu 3-4 árum , fóru svo tvöár í röð í úrslit MD.
Annars vona ég að Juve eða Roma taki evróðu í ár, og AC Milan taki félagsliðabikarinn