Leikurinn einkenndist af varnarmistökum. Arsenal pressuðu vel á Liverpool svo þeir “neyddust” til þess að gera mistök. Það sem ég meina er að þegar lið pressar svona mikið á mann er erfitt fyrir varnarmenn að koma boltanum í burtu og þá getur andstæðingurinn unnið boltann. Hins vegar var vörn Arsenal manna óskipulögð, missti talninguna á því þegar Torres stútaði vörninni annaðhvort með því að hlaupa, án boltans í burtu með 2 - 3 varnarmenn í sér og Kuyt/Benayon var kominn í færi, eða þegar hann stakk þá af, rústaði þeim með boltanum. Í skallamarkinu hans Torres fannst mér Touré (minnir mig) standa of langt frá honum, það sáu allir að Kuyt væri að fara að gefa hann fyrir, skil ekki af hverju hann var ekki í honum. Seinasta mark Liverpool þá voru 4 Liverpool menn í 6 yard boxinu, en 3 Arsenal menn (4 með Fabianski), og 2 þeirra voru á stöngunum. Mistök hjá Arsenal að vera ekki með nógu marga menn í vörn á þessum tímapunkti.
Annars frábær skemmtun, minnti mjög á Liverpool - Chelsea leikinn um daignn.