Fokk hvað ég þreyttur á því hvað menn eru að dissa Víctor Valdes í klessu. Hann hefur gert klaufamistök á sínum ferli en mér finnst menn vera að gera allt of mikið upp úr þeim. Kannski að minna á að framan af þessu tímabili þá lék allt í lyndi og menn voru farnir að tala um það að Víctor Valdes ætti skilið að vera í spænska landsliðshópnum þar sem hann er topp markmaður hvort sem þið sættið ykkur við það eða ekki. Síðan komu eitt eða tvö mörk sem skrifast kannski á hann og allt í einu er hann orðinn skelfilegur markmaður og enginn skilur af hverju Barca heldur ennþá í hann.
Hvað aðra leikmenn varðar, þá finnst mér liðið í sjálfu sér mjög heilsteypt. Mér finnst lítið hafa komið út úr Hleb, þ.e. þegar hann hefur fengið tækifæri sem hefur verið sjaldan, en þá aftur tek ég fullt tillit til þess að hann er búinn að vera töluvert meiddur á þessu tímabili og þetta er hans fyrsta hjá þessu stórliði svo ég myndi gefa honum eitt ár í viðbót til að virkilega sanna sig, annars má hann fara.
Ég myndi vilja sjá Eið Smára vinna Meistaradeildina svona einu sinni áður en hann skríður yfir á seinni hluta ferils síns og fer til einhvers meðalliðs í Evrópu eins og Werder Bremen, Monaco, Fiorentina eða eitthvað álíka. Hann getur ekki átt marga spretti eftir með Barca; líklegast væri best fyrir hann (og landsliðið) að fara frá Barcelona að loknu þessu tímabili og komast í byrjunarliðið hjá einhverju liði sem þarf virkilega á honum að halda.
Annars finnst mér ekkert vanta í vörnina hjá Barca. Abidal og Sylvinho halda uppi vinstri bakverðinum (mér hefur fundist það pínu kjánalegt að sjá Puyol bregða þar fyrir verð ég að viðurkenna). Kannski fá einn nýjann og ferskann þegar Sylvinho leggur skóna á hilluna. Ekki kvarta ég yfir hægri bakverðinum þar sem Dani Alves er nú kóngur og Puyol deilir hásæti hans. Og svo í hjarta varnarinnar getur Guardiola teflt fram Puyol, Marquez, Piqué og vonandi bráðlega Milito. Svo inn á milli eru nokkrir efnilegir sem geta komið sterkir inn seinna eins og Cáceres (sem getur spilað hvar sem er í vörninni) og Víctor Vasquez (framtíðar sóknarbakvörður).
Auðvitað er svo Barca með bestu miðju og sókn í heimi. Framan af leiktímabilinu var ég ekkert hrifinn af Keita en á síðustu tveim mánuðum eða svo þá hefur honum tekist að heilla mig að minnsta kosti og mér finnst hann bara ágætis kostur.