Jæja, þá er búið að draga í 8 liða úrslitin í meistaradeildinni. Og hérna eru leikirnar
Villareal – Arsenal
Manchester United – Porto
Liverpool – Chelsea
Barcelona - Bayern
Vildi bara fá smá umræðu um þetta hérna.
Mínir menn í Arsenal eru að fá Villareal sem, ásamt Porto, er sennilega sísta liðið ennþá í keppninni þannig við ættum að geta momist áfram. Það sama má segja um Man Utd sem fá Porto. Samt mjög erfiðir leikir fyrir bæði liðin og langt frá því að vera öruggt áfram.
Svo eru það Liverpool og Chelsea að mætast í að ég held 5 skiptið í röð í meistaradeildinni sem er frekar fúlt fyrir þá. En verða sennilega skemmtilegir leikir, 2 ensk lið að spila og það eru oftast mjög skemmtilegir leikir þegar þau mætast í meistaradeildinni.
Veit svosem ekki mikið um þessi lið en ég hugsa að Barcelona eigi eftir að hiksta eitthvað og tapa.
Svona hugsa ég að undanúrslitin verði
Arsenal - Man Utd
Chelsea - Bayern Munchen
Úrslitin
Arsenal 3 - 2 Chelsea
Maður verður nú að vera bjarstýnn :)