Real Madrid og dómaratríóið spiluðu hræðilega (að fráskildum Casillas)
Maður sá það bara á liðsuppstillingunni að þetta átti eftir að enda illa enda er Ramos algjörlega clueless þegar kemur að taktík og leikskipulagi. Veit ekki hvaða gagn það átti að gera með Gago og Diarra inná miðjunni og svo Heinze í bakverði. Allt of mikið bit sem vantar þá í sóknina. Gago sem svokallaður varnartengiliður átti enn einn hörmulegan leik þar sem hann var gagnslaus í sókn, missti alltaf boltann og svæðið sem hann á að passa var alltaf opið.
Það sem virkar best á ensk lið (að mínum dómi) er há pressa og það var ekkert slíkt. Maður hefur séð öll ensku liðin lenda í vandræðum þegar henni er beitt.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”