Bætt við 22. janúar 2009 - 01:06 Reyndar er ég lít aftur yfir þetta þá sé ég að það er greinilega ekki verið að spyrja hver hafi verið bestur seinustu 15 ár. Heldur hver finnst þér vera bestur af þessum uppáhaldsmönnum mínum.
Annars er Ronaldo lang bestur af þeim sem eru á þessum lista, 42 mörk á einu seasoni þar sem Utd. tók Evrópukeppnina og Ensku deildina. ENGINN á þessum lista toppar það afrek.
Bætt við 22. janúar 2009 - 02:55 Greinilega mikið af bitrum Chelsea, Liverpool og Arsenal aðdáendum hérna sem vilja bara ekki viðurkenna það.
Hann þarf að sýna meiri stöðugleika. Miklu betra að skora 25 mörk 3 tímabil í röð heldur en að eiga eitt gott tímabil og skora yfir 30 mörk. Svo er verið að tala um í ensku deildinni ekki allar keppnir.
Veit ekki betur en að hann sé kominn með 8 mörk í deildinni í mun færri leikjum en menn í kringum hann. Þó að hann sé ekki að spila eins vel og í fyrra að þá spilar hann samt mun betur en aðrir leikmenn í sinni stöðu.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”
Er ekki að meina að hann sé að standa sig illa, en það sem ég skildi í þessari könnun var að hver hefur staðið sig best undanfarin 15 ár. Ronaldo er búinn að standa sig mjög vel 2 ár í röð, meðan menn eins og Henry, Beckham og Nistelrooy áttu 4 góð tímabil í röð. Ronaldo má samt alveg vera á þessum lista og ég vona að hann standi sig aftur eins vel og hann hefur gert siðustu 2 ár.
Eh, það stendur Dæmt af því þegar þeir voru uppá sitt besta í könnuninni. Þá er væntanlega verið að tala um á því seasoni sem leikmaður toppaði, það stendur ekki hver var yfir heildina bestur og stöðugastur.
Já ég sé það núna, ég hef misskilið þetta dáldið mikið. Ronaldo er náttúrlega að toppa þetta, með 31 mörk í deildinni í aðeins 34 leikjum er svakalegur árangur. 0.9 mörk í leik.
Hver er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar seinustu 15 ár AF ÞESSUM? (Dæmt af því þegar þeir voru uppá sitt besta)
þegar viðkomandi leikmaður toppaði Ronaldo í fyrra var betri en allir hinir hafa nokkurn tíman náð þó svo að mér fynnist margir þarna mikið skemmtilegri leikmenn.
Að sjálfsögðu átti ég að setja Cantona og Shearer þarna. En af einhverjum ástæðum þá komu þeir ekki upp í hausinn minn þegar ég var að gera könnunina :S
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..