Eitt, afsökunin að hann sé stjarna er ekki afsökun. Þetta voru 6 menn að sitja um gæja eftir vinnu. Þetta er ekki eins og að verða og heitur og kýla papparazzi sem er oft réttlætanlegt miðað við hvernig þeir láta.
Þessi maður á að heita fyrirmynd, sérstaklega hjá ungum Liverpool mönnum, og mörgum þeirra eiga eftir að finnast þetta svalt.
Held að ef þetta atvik hefði ekki náðst á myndband eins og þú segir, þá hefði þetta eflaust verið þaggað niður eins og fullt af öðrum atvikum.
Myndbandið er það sem sker út úr því að hann og tveir aðrir eru kærðir en ekki allir og að það sé einhver kærður yfir höfuð. Maðurinn sem þeir réðust á var ekki að kæra, lögreglan gerði það.
Líka að hann ætti aldrei að fara í fangelsi fyrir það að kýla mann, ef það væri þá væri helmingurinn af Íslandi bakvið rimla. Borga sekt, borga kallinum bætur, opinber yfirlýsing og kannski í versta falli góðgerðarstarfsemi.
Alls ekki sambærilegt. Hann fer ekki í fangelsi en hann fær mjög líklega skilorð. Barton fór í fangelsi því hann gerði þetta tvsivar. Dabbi Grensás var líka að fara í fangelsi fyrir þetta því það voru fleiri en eitt atvik. Hins vegar er ekki langt síðan maður fór í fangelsi hér á Íslandi fyrir að hafa drepið mann með einu höggi. Þannig að ekki segja að smá kýling sé ekki neitt.
Ef gæjar fara í slag niður í bæ að þá er ekki alltaf einhver sem kærir. Svo eru fullt af svona málum fyrir dóm og ég held að þú gerir þér ekkert grein fyrir því hversu margir fara í fangelsi fyrir svona.
Ástæðan fyrir að þetta lítur út eins og krossfesting hefur meira að gera út á hvað hann gerði frekar en hver þetta er. Aumingjaskapur af stærstu stærðargráðu að bíða eftir gæja sem hafði ekkert gert og verið svo 6 á móti einum að lemja hann.