Hvað er þessi maður að gera í United? Þessi maður getur ekki neitt. Þeir sem horfðu á leikinn áðan gegn Aston Villa ættu að vera sammála mér um hversu oft Milner komst í gegn og skapaði færi og hvernig hann hægði á sóknarleiknum hægra megin hjá okkur. Með feil sendingar hér og þar…
Hvað finnst ykkur um hann? Þetta er umdeilanlegur maður, hann sættir sig við bekkjarsetu en það eru takmörk á því hversu lélegir leikmenn eru í liðinu. Skil ekki af hverju Ferguson var ekki löngu búinn að henda Rafael í liðið, hefði meira að segja frekar viljað sjá Gary Neville í bakvarðarstöðunni. Man einhver eftir því hvenær hann átti síðast góðan leik með United? Kannski þegar hann skoraði sigur markið gegn Liverpool fyrir nokkrum árum á seinustu mínútunni?