29. janúar 2002



Ryan Giggs vonast til þess að verða orðinn heill heilsu þegar Meistaradeildin byrjar á ný seinni partinn í febrúar.
“Ég hef ekki fengið að leika neitt með liðinu að ráði frá því í upphafi keppnistímabilsins og það hefur farið í taugarnar á mér.”
“En vonandi næ ég nokkrum leikjum, sérstaklega þar sem Meistaradeildin er að fara aftur í gang.”

Eftir níu sigurleiki í röð hefur United nú tapað tveimur leikjum í röð og Giggs ætlar svo sannarlega að gera sitt besta til þess að snúa við blaðinu.
“Lögðum svo hart að okkur við að komast aftur í okkar gömlu stöðu og það yrði glæpsamlegt að missa hana aftur.”
“Við verðum að komast á sigurbraut á ný.”
“Við byrjðum svo illa svo við höfum ekki efni á fleiri mistökum og á þessu stigi verðum við að halda áfram að vinna.”