Já eins og menn ættu að hafa séð í titlinum þá eru Tottenham búnir að reka Juande Ramos, og er talað um að Harry nokkur Redknapp muni taka við honum.

http://www.skysports.com/story/0,19528,11675_4393516,00.html

Það verður spennandi að sjá hvað gerist næst, en hvað finnst ykkur um þetta? Sanngjarnt að reka Ramos núna? Ætti Redknapp að fara til Tottenham?

Mér fannst Ramos vera að drulla upp á bak með þetta lið en spurning um að hafa átt að leyfa honum að vera áfram fram að jól? Kannski vildu þeir ekki hætta á að vera í enn verri stöðu þá og vildu breyta stöðunni eins og skot. Næstu leikir eru ekki einfaldir fyrir Tottenham en þeir eru:
Bolton (H)
Arsenal (Ú)
Liverpool (H)
Man City (Ú)
Fulham (Ú)

svo bætist inn í það leikur gegn Dynamo Zagreb í UEFA Cup Liverpool í deildarbikarnum.

Haldiði að Redknapp myndi koma til með að ná að rífa liðið upp og halda því í topp 10?