Don't get me wrong, sóknarleikurinn var hörmulegur í leiknum og United átti ekki skilið að vinna en þeir hefðu alveg átt að ná jafntefli því vörnin var nokkuð solid. Þeir hefðu þess vegna geta unnið hann því á þessum nokkrum mínútum sem þeir gátu eitthvað náðu þeir að skora en mistök gáfu Liverpool mörk hreinlega.
Ég er á því að taktíkin til að byrja með var röng. Liverpool átti miðjuna. Stuðningurinn frá Rooney, sem var ásamt Anderson slakasti útivallarleikmaður United í byrjunarliðinu. Þar vannst leikurinn rétt eins og í seinustu tveim viðureignum. Þar eignaði Anderson sér Gerrard og Mascherano báða og United vann. Núna voru Liverpool með yfirburði á miðjunni og unnu. Einfalt. Hann hefði átt að hafa venjulegan 4-4-2 og hafa einn framherjanna á bekknum.
Þetta tap hefði ekki verið svo fúlt ef það væri ekki vegna markanna sem voru skoruð. Veit ekki af hverju. Kannski vegna þess hvernig Liverpool hafa unnið leikina hingað til á tímabilinu.
En vonandi er þetta sparkið í rassinn sem liðið þurfti. Slöpp byrjun rétt eins og í fyrra, þó að hún sé betri eins og er núna.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”