stóra spurningin er ..afhverju viltu að DIC kaupi liverpool .. viltu fá peninga til að kaupa leikmenn eins og chelsea og nú City, hafa gert … eyða milljónum ofan á milljónum í “nofn” sem koma til liðsins til að ná í launaseðilinn sinn frekar heldur en að spila bolta.
málið með afhverju ég vill kanana í burtu er, er að þeir hafa ekki staðið við eitt einasta loforð sem þeir gáfu. Moores hefði léttilega sjálfur geta skelt þessari skuld á liðið sem það er í núna og startað byggingu á vellinum. málið var að hann vildi ekki setja skuld á liðið, og setti það í skilmála þegar hann seldi könunum (eða svo er talið ), málið var að það plagg var víst ekki “bindandi”.
mér er nokk sama hver á liverpool. svo lengi sem eigandinn fer vel með liðið sem ég elska, og það hafa kanarnir svo sannarlega ekki gert, DIC eða sheikinn gætu allveg séð liverpool sem fjárfestingu svipað og kanarnir, ég vona ekki, enn það sem liverpool vantar einna helst er að koma byggingu á nýjum leikvangi í gang, eins og er þá erum við svo langt á eftir Man Utd, Arsenal og Chelsea í tekjum á leikdegi. á heilu ári erum við ekki að ná helmingi af tekjum þessara liða, markaðsetning og öll peningar öflun er svo langt á eftir þeim, og ég vill meina að það sé Parry að kenna. virkilega þarf að fara taka stjórnun liðsins í gegn á þessum velli.
Við erum frábært lið, með frábæra sögu og líklegast frægustu stuðningsmenn í heimi. enn eins og er þá erum við staðnaðir miðað við hin “top 4” liðinn, við þurfum ekki “sugardaddy” heldur þá þurfum við nýjan leikvang, og því miður þá þurfum við fjársterka aðila til þess.
eftir því sem maður hefur lesið, þá gildir lánið sem kanarnir fengu til lok januar, þar sem báðir aðilar meiga endurmeta stoðuna og draga lánið til baka eða lengja tíman um 6 mánuði, kredit staða kanana er mjög veik núna bara eins og hjá flestum í þessari “kreppu” sem er í gangi. þannig að það er sterklega búist við því að Royal Bank og Scotland dragi sig út úr þessu og biðji um endurgreiðslu, eða liðið verður tekið upp í skuld. allavega því nær januar sem dregur þá veikist alltaf staða kananna. við getum endalaust velt okkur yfir hvað er satt og hvað er ekki satt í lánum þeirra, en ég get allavega sagt það hér og nú.. ég er orðinn rosalega þreittur á hvernig er farið með klúbbinn. ég vill fá ró og nýjan leikvang sem fyrst, svo við getum farið að einbeita okkur af því sem við eigum að vera einbeita okkur af … Fótboltanum