Jæja.. ætla aðeins að skjóta á íslenska landsliðið nuna..
skil ekki eitt.. ísland náði jafntefli við noreg á útivelli sem jú ættu flokkast undir ágæt úrslit.. en var ísland að geta einhvað í þessum leik? jú okei skal gefa okkur síðasta korterið.. Norðmenn voru alltaf líklegir þó þeir sköpuðu sér fá marktækifæri.. verðum að spila betur ef við viljum ná einhverjum árangri.
veit ekki hvort einhver annar tók eftir því en á ákveðnum tímapunkti voru 5 leikmenn af 11 í íslenska landsliðinu sem spiluðu á íslandi á þessu tímabili.. erum við með svona litla breidd að
Kjartan Sturlusson : sem er vægast sagt einn af lélegri markmönnum á íslandi og þó víða væri leitað.. hann getur ekki komið boltanum frá sér.. allar markspyrnur enduðu með að noregur fékk innkast.. svo virkaði hann stressaður í öllum sínum aðgerðum.. og seinna markið hjá Iversen.. ef einhver getur getur afsakað úthlaupið hjá Kjartani.. þá er hann hetjan mín.
Bjarni Ólafur: ágætisleikmaður.. veit lítið um hann.. hef samt bara séð hann spila djúpur hjá val.. en það sem eg skil ekki er.. afhverju hendir hann ekki hemma í bakvörðin og Ragnari Sigurðs sem (Roma vildi fá) í miðvörðin
Birkir Már: yfirburðamaður í íslensku deildini þegar hann var herna.. fljótari en skuggin á sjálfum sér og lék sér víst af bakverði Marseille í undankeppni CL.. þar var hann tekin af velli þegar korter var eftir og bauluðu stuðningsmenn brann á þá ákvörðun hjá þjálfara liðsins.. Finnst hann samt mega bæta smá á sig til að geta ýtt aðeins frá sér.. fáir sem komast langt í boltanum bara á hraða.
Guðmundur Steinarsson: markaskorari.. en hann sem kantmaður ? virkar ekki.. og nógu góður til að vera í landsliði? tja.. kanski getur hann verið í hóp en ekki koma inn á nema í neyð.
Pálmi Rafn: bekkjarsetumaður hjá Stabæk.. var góður á íslandi.. en alltof dirty.. alvöru dómarar taka eftir þessum tveggjafóta tæklingum þó þeir íslenku gera það ekki. Engan vegin sýnt það með stabæk né landsliðinu að hann sé efni í landsliðsmann strax.
Og eins og glöggir menn taka eftir eru þrír leikmenn úr valsliðinu sem skeit upp á bak fyrri hluta leiktíðarinnar(þegar birkir og Pálmi voru þar)
En þetta er bara mín skoðun.. segjiði ykkar..og áfram ísland