Það var alveg ágætlega mikið um óvænt úrslit í fyrstu umferðinni. Þá sérstaklega að Bologna hafi unnið AC Milan á San Siro. Milan óðu í færum og klúðruðu og klúðruðu á meðan Bologna nýtti sín tvö.
Roma náði bara jafntefli á heimavell gegn Napoli þar sem þeir voru manni fleiri í 35 mín.
Það vekur líka athygli að ekkert af stórliðunum hafi náð að vinna. Inter gerði 1-1 jafntefli í gær á móti Sampa og Fiorentina og Juventus gerði líka 1-1 jafntefli í kvöld.
En góðu fréttirnar eru þær að Lazio vann Cagliari 4-1 á útivelli. Góð byrjun hjá mínum mönnum.
Svo má líka geta þess að Emil Hallfreðsson er núna númer 2 og hann spilaði í 86. mínútur í tapleik gegn Chievo.