Real Madrid voru miklu betri allan leikinn. Þrátt fyrir það komst Valencia yfir með marki David Silva á ___
Stuttu eftir það fékk van der Vaart beint rautt spjald. Umdeilanlegt þar sem hann var hátt með annan fótinn en var aldrei meiningin að fara í mann sem hann gerði varla. Bara óheppni. 1-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði af krafti og eftir 5 mín bjargaði Raul Albiol með hendi á línu eftir góða sókn. Samt fékk hann bara gult spjalt og víti dæmt sem er alveg fáranlegt.
Nistelrooy skoraði úr feitt öruggu víti.
5mín seinna fékk Ruud gult spjald og var það annar fáranlegur dómur. Hann setti fótinn út til að ná sendingu og þá kemur maður aftan frá honum og hleypur á fótinn. Svo seinna í leiknum fær hann verðskuldað annað gult spjald og þar með óverðskuldað rautt spjald. Braut aðeins tvisvar af sér og fyrra skiptið var varla brot.
Svo komust Valencia oft upp með leiktöf, m.a. hlupu utan í Raúl og felltu hann þegar hann ætlaði að taka aukaspyrnu hratt. Dómarinn leit út fyrir að ætla spjalda en gerði svo ekkert því Madrid héldu áfram.
Strax eftir að Real urðu tveimur mönnum færri skoruðu þeir loksins með marki Ramos eftir horn. Valencia menn urðu ekki sáttir með markið en ég veit ekkert hvað þeir voru að meina.
2-1 orðin staðan og það nægði Madrid því þeir voru með fleiri mörk skoruð. Samt sem áður héldu þeir áfram að yfirspila Valencia og bættu við tveimur mörkum, á 87' og 90 mín.
Morientes náði að minnka muninn eftir að Pepe rann og missti af sendinguni inn fyrir.
Leikurinn endaði með sannfærandi sigur hjá 9 mönnum Real gegn fullskipuðu Valencia liði. Með þessum sigri hafa Real Madrid unnið bikarinn 8 sinnum og því einu sinni oftar en Barcelona.
Spænski boltinn byrjar því mjög vel þetta árið :)
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”