Í Heklusporti á Sýn í gærkvöldi kom fram að Arnór Guðjohnsen hefði sagt upp störfum sem þjálfari meistaraflokks Stjörnunnar í Garðabæ. Liðið spilar í 1.Deild og Arnór þjálfaði liðið í eitt ár. Ekki var getið til um ástæðu uppsagnar Arnórs, en Stjörnumenn munu nú þegar vera farnir að leita arftaka hans og má búast við því að það mál taki ekki langan tíma. Arnór sagði við mbl.is að þessi ákvörðun hafi haft nokkurn aðdraganda án þess að fara eitthvað nánar út í það. Hann segjist þó ætla að halda áfram að starfa í kringum knattspyrnuna með einhverjum hætti.