Tveir nýir leikmenn hafa gengið til liðs við mfl. karla. Það eru þeir Ásgeir Ásgeirsson frá Stjörnunni og Emil Sigurðsson frá Skallagrími. Ásgeir er okkur FH-ingum af góðu kunnur enda uppalinn í FH og lék með yngri flokkum félagsins allt upp í 2. flokk en þá skipti hann yfir í Stjörnuna. Ásgeir er 21 árs og er fjölhæfur leikmaður og hefur leikið jöfnum höndum í vörn sem á miðju. Hann gerði góða hluti hjá Stjörnunni og var einn besti leikmaður Garðabæjarliðsins sl. sumar.
Emil er 21 árs sóknarmaður sem leikið hefur með Skallagrími undanfarin ár og þá lék hann á sínum tíma 12 leiki með 17 ára landsliðinu.
Ljóst er að þetta er hvalreki á fjörur okkar FH-inga en Hvaleyrin í Hafnarfirði heitir einmitt Hvaleyri af því að Hval rak þar að strönd á landnámsöld.