15. janúar 2002
Umboðsmaður Diego Forlan, Daniel Bolotnikoff, hefur staðfest það að skjólstæðingur sinn hafi tekið samningsboði Middlesbrough.
“Diego er búinn að samþykkja boð Middlesbrough, en það eru enn þrjú eða fjögur atriði sem á eftir að leysa.”
“Þetta eru ekki tæknileg atriði, en þau skipta samt máli.”
“Diego fer fram á að fá 15% kaupverðsins, samkvæmt argentínskum lögum, og við þurfum að leysa úr því hvernig þetta verði greitt vegna, sem er ekki auðvelt vegna efnahagsástandsins í Argentínu.”
“Ég hugsa að það sé mögulegt að Diego haldi af stað fljótlega.”
“Marcos (Franchi - eigandi umboðsskrifstofunnar sem Bolotnikoff vinnur hjá) hefur verið í frekari viðræðum við Hr. Lamb (forstjóra Middlesbrough) og við sjáum hvernig þær viðræður fara.”
“Diego er með spænsk vegabréf, mikill hluti ættar hans kemur frá Spáni.”
Bolotnikoff bætti því einnig við að Boro sé eina liðið sem hefði gert formlegt tilboð í Forlan.
“Eina boðið sem við vitum af var frá Middlesbrough svo í raun getum við ekki rætt um áhuga annara liða, en við vitum ekki til þess að það hafi verið neitta annað lið.”
“Ef allt gengur eftir verður Diego mjög ánægður með að fara til Englands. Ef við komust að samkomulagi þá gæti hann flogið fljótlega til Englands.”
Lokalota viðræðanna er nú í gangi og ef hún gengur að óskum mun Forlan væntanlega fara til Englands í læknisskoðun innan viku.