Og hvað erum við að sjá í dag? United hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum og eru núna sestir á toppinn, já ég sagði toppinn! Hver hefði trúað því fyrir 2-3 mánuðum síðan? Ekki Poolarnar a.m.k. sem núna sitja í 5. sæti… Reyndar aðeins þremur stigum á eftir United, en ekki er mjög langt síðan að Liverpool sat á toppnum einum 12 eða 13 stigum á undan United.
Ég held að þetta sýni okkur bara eitt, United liðið er einfaldlega það besta, hvað svo sem aðrir reyna að segja og skíta yfir United, þá eru þeir einfaldlega bestir. Liðið er það stærsta og besta í enska boltanum og kemur alltaf aftur. Stórveldið er langt frá því að hrynja, það er rétt að hrökkva í gang.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _