Platini sem er núna varaforseti franska knattspyrnusambandsins er viss um að Anelka muni njóta góðs af dvöl sinni hjá Liverpool: “Anelka mun áreiðanlega komast á markaskóna á ný í Englandi af því að leikstíllinn þar hentar hæfileikum hans, einkum hraða hans. Þetta er akkúrat það sem hann þarfnast. Ég elska enska boltann en hann getur stundum verið æði trylltur. Það er engin furða að leikmenn með eins mikinn hraða og Michael Owen og Thierry Henry hafa skorað mikið af mörkum þar.”
“Ég veit hvernig móttökurnar verða á Highbury en það er vegna þess að allir trúa öllu sem þeir lesa og heyra um mig. Ég hef enga þörf fyrir að þagga niður í gagnrýnisröddum. Ég vil bara hjálpa Liverpool að ná árangri. Ég vil endurheimta sæti mitt í franska landsliðinu og leika í heimsmeistarakeppninni. Það er frábær tilfinning að leika reglulega á ný og það fyrir stórlið eins og Liverpool. Það hefur blásið mér byr í brjóst og mér líður vel á ný. Þegar ég var í Englandi eitt sinn þá hjálpaði það mér að þróast sem leikmaður og ég er viss um það muni gerast aftur.”