Ekki hlæja.
Biltinn er til, það er nokkuð vinsæl útgáfa af “venjulegum” fótbolta, munurinn er sá að í bilta er notaðu kassalaga “bolti”. Þetta er íþrótt á uppleið.
Tímabilið er mun styttra en í venjulegum “bolta” og byrjar í miðjum júlí og stendur fram að áramótum.
Ég hafði nefnilega heyrt að Aksjón á Akureyri hefði keypt sýningarétt á íþróttinni næsta tímabil, það er því merkilegur sjónvarpsvetur í uppsiglingu fyrir norðan.
Það verður einstaklega spennandi að fylgjast með Exeter Whigs á næsta sísoni enda með ungt og efnilegt lið, lentu í 3 sæti á síðustu leiktíð en með flest skoruð mörk, 5 talsins. Það er nefnilega miklu erfiðara að sparka kassalaga bolta í netið og því sjaldan sem mörk eru skoruð, úrslit leikja ráðast flest með peningakasti.