Þá er búið að staðfesta að Flamini sé farinn til Milan.
Fyrir mitt lið(Arsenal) þá eru þetta bara slæmar fréttir þar sem þessi maður er búinn að vera að minnstakosti geðveikur í vetur, og að mínu mati besti def.mid. í ensku á þessu tímabili.
Maður er búinn að vera að lesa að honum hafi verið boðið 80K á viku hjá Milan en aðeins 40K hjá Arsenal.
Sé það satt þá finnst mér Wenger vera orðinn ansi naskur með því að bjóða ekki betur…
Sé það ekki satt þá er frekar skrítin ákvörðun hjá Flamini að fara til liðs sem hefur verið gagnrýnt fyrir metnaðarleysi og elli í allan vetur og talað um að þurfi að skipta um hálft liðið.
En kannski var hann bara ekki að fýla veðrið í London.
Ég held að þetta eigi eftir að kosta Arsenal á næstu leiktíð þar sem það er frekar ólíklegt að einhver nýr leikmaður smelli sér í liðið, vinni þessa gífurlegu vinnu og myndar frábært samstarf með Fabregas.
Það væri sammt Arsenal Klassík ef einhver stígur upp og myndi hirða lausa sætið í liðinu. Diaby finnst mér líklegastur af nokkrum ólíklegum til þess að standa undir þessu, song og denilson eru engan veginn tilbúnir. Ekki nema þá að Gilberto eigi sinn svanasöng á næsta tímabili, þ.e.a.s. ef hann er ennþá í liðinu í haust.
En the Running man er farinn til ítalíu og ég óska honum alls hins besta, enda einn uppáhalds leikmaðurinn minn.
Tölfræðin er sammt ekki með honum því hún segir að leikmenn sem fara frá Arsenal eiga það til að sökka í næsta liði.