Þeir spiluðu allan seinni hálfleikinn einum færri því Cannavaro var rekinn útaf á 1. mín síðari hálfleiks vegna tveggja gulra spjalda. Það reyndist ekki skipta máli því þeir voru eina liðið á vellinum. Osasuna reyndu hreinlega ekki mikið að sækja. Samt sem áður, þrátt fyrir að gera ekki neitt, fengu þeir víti á 82. vegna klaufaskaps Heinze sem handlék knöttinn eftir hornspyrnu.
Þá gáfu þeir bara í og settu tvö mörk á innan við 5 mín. Fyrst Robben með skalla eftir aukaspyrnu og svo Higuain sem bombaði honum í nærhornið úr semi-þröngu færi eftir góða sókn.
Gulldrengurinn Raúl lyftir því bikarnum annað árið í röð þann 18. maí í seinasta leiknum á tímabilinu gegn Levante heima.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”