Þessi endalausu tiltöl í fyrri hálfleik skiluðu því að hann missti leikinn úr höndum sér. Í staðinn fyrir að spjalda eins og reglur segja til um ætlaði hann að vera flottur á því en það klúðraðist algjörlega hjá honum. Að sleppa á spjalda á tæklingu aftan frá er fáranlegt.
Svo líka sá hann aldrei við leikaraskap eins og þegar Brown fékk spjald eða í endanum þegar hann dæmdi á Rio og Rio missti sig svo. Essien og Mikel hentu sér bara niður.
Hendi er hendi, ekkert að segja við því þegar hún er svona úti, nema það að sjónvarpsmennirnir voru sofandi og maður fékk ekkert að sjá neitt. T.d. eins og þegar Joe Cole, er ég nokkuð viss um, steig á Van Der Sar. Þetta eru talin mjög alvarleg brot í reglugerðinni þegar menn geta augljóslega hoppað frá en fara viljandi í manninn og það með takkana.
Svo er það sem titillin segir mest um. Þegar Ronaldo slapp einn í gegn en dæmt var rangstaða. Og þegar Ballack braut á honum í hornspyrnu með því að halda utan um hann og ekkert að pæla í leiknum. Alveg fáranlegt og gjörsamlega óafsakanlegt fyrir okkur Man Utd menn að lenda í þessu á þessum tímapunkti. Arsenal hafa lent illa í þessu en afskaplega sleppa Chelsea alltaf vel frá svona hlutum.
Ég get ekki sagt að þeir eiga sigurinn skilið, engan vegin. Þrátt fyrir að vera betri í fyrri hálfleik voru þeir ekkert að skapa sér færi og þegar maður skapar sér ekki færi þá á maður ekki skilið að vinna.
Dómarar og línuverðir Premier League sýndu enn og aftur slæman leik eins og þeir hafa allt of oft gert á þessu tímabili í ég veit ekki hvað mörgum leikjum. Þetta var bara punkturinn yfir i-ið hjá mér.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”