Sammála. Held þó að það þurfi lítið að styrkja vörnina þar sem Sagna og Clichy eru góðir í bak, Gallas og Toure í mið og svo bærileg samkeppni frá Senderos og vonandi Djourou.
Spurning með markmann. Hef verið mjög ánægður með Almunia en vill hafa einhvern sterkari. Sakna Lehman frá því þegar hann var upp á sitt besta, veit ekki hvernig er hægt að skipta því út. Svo er Fabianski mjög efnilegur.
Miðjan er í góðum höndum með Fabregas og Flamini, svo koma Denilson og Merida vonandi sterkir inn ásamt þess að fá einhverja samkeppni frá Diaby (sem á náttúrulega ekki að komast eins auðveldlega í liðið eins og raun ber, hvað þá á kantinn). Ég fýla að hafa Hleb og Rosicky á köntunum en sá síðarnefndi er bara alltaf meiddur og Hleb hefur ekki verið nógu stabíll. Er reyndar búinn að taka gríðarlegum framförum svo hann verður vonandi enn betri næsta tímabil. Walcott mun líka reynast vel á köntunum, eða svo grunar mig. Þyrfti samt einhver stórkostlegan á kantinn til að bæði veita þeim samkeppni og svo Eboue fái helst aldrei aftur að spila.
Eduardo er frábær, en hann er algjört spurningarmerki eins og er. Adebayor hefur sannað sig á þessu tímabili, Van Persie er líka góður en bara einum of brothættur. Bendtner er gaur sem ég er ekki að fýla. Jújú, hann getur tekið þessi hefðbundnari mörk sem Arsenal hafa ekki skorað mikið úr undanfarin ár, en er bara ekki nógu góður.
Eftir þessa yfirferð held ég að það sé óhætt að segja að Arsenal vantar einhvern frábæran kantmann, markaskorara og svo mögulega fjölhæfan varnarsinnaðan miðjumann sem getur jafnvel bakkað í vörn (þessi Makelele / Gilberto týpa) og jafnvel markmann, en þó bara einhvern world class þar sem það er engin krísa í gangi á milli stangana.
Og þá er ég að tala um góða gaura, ekki gaura sem gætu orðið góðir eftir 3 tímabil.